fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Börn fundu kettlinga sem hafði verið drekkt – „Manneskja sem gerir svona á skilið fangelsisvist“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. mars 2023 12:00

Börnunum var brugðið við hinn óhugnalega fund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur barna á Eskifirði gerði óhugnalega uppgötvun um helgina. Þau fundu hræ af fimm kettlingum við árbakka í bænum og eru allar líkur á því að einhver hafi drekkt dýrunum.

Það var Díana Margrét Símonardóttir, íbúi á Eskifirði, sem vakti athygli á málinu með færslu inn á íbúasíðuna Fjörðurinn minn Eskifjörður.

Sagði hún að sér þætti afar leitt og ekki síður sóðalegt að börn sín og annarra þyrftu að rekast á slíkt í miðjum bænum og bað þá sem bæru ábyrgð á verknaðinum að finna aðrar leiðir í framtíðinni.

Kalla eftir fangelsisvist

Færslan hefur vakið mikil viðbrögð enda fylgdu með myndir af kattarhræjunum sem Díana gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta. Að hennar sögn var börnunum brugðið við hinn óhugnalega fund en hafi jafnað sig fljótt eftir að hafa rætt málin við fullorðna.

Ljóst er þó að margir eru reiðir vegna málsins. Ein þeirra er Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sálfræðinemi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu – samtökum sem leggja mikið á sig til þess að finna týnd dýr.

„Það eru til MARGAR leiðir en að drekkja saklausum lífum. ÁRIÐ ER 2023. HVAÐ ER AÐ. Í guðanna bænum hafið samband við Dýrahjálp Íslands, Villikettir Austurlandi, Kattholt, auglýsa heimili á Facebook. EITTHVAÐ. ÞETTA ER EKKI Í LAGI. Manneskja sem gerir svona á skilið fangelsisvist,“ skrifaði Sandra Ósk við færsluna.

Kalla margir eftir því að dýraníðingurinn sem beri ábyrgð á verknaðinum verði dreginn fyrir dómstóla enda sé um að ræða brot á lögum um velferð dýra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði