Erlendur maður sem ber nafnið Lucky Okosun var ákærður fyrir að framvísa röngum skilríkjum við komu í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli í lok síðasta árs.
Herra Lucky var að koma til landsins með flugi frá Mílanó á Ítalíu. Framvísaði hann ítölsku ferðaskilríki annars manns, að því er segir í ákæru.
Maðurinn mætti fyrir dóm í þingfestingu og játaði brotið. Var hann dæmdur í 30 daga fangelsi við Héraðsdóm Reykjaness en dómur féll í málinu þann 23. febrúar síðastliðinn.
Sjá nánar hér