fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Arkitekt segir hagsmunaaðila gera meira úr mygluvandanum og að fólk sé haft að féþúfu – Egill auglýsir eftir umræðu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. mars 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir sorglegt að vita að Melaskóli sé að „verða hrörnun að bráð“ en hætt sé við því að þannig fari þegar sífellt sé verið að byggja nýbyggingar að það gleymist að halda hinu gamla við. Hann skrifar á Facebook:

„Melaskóli er einhver fegursta bygging í Reykjavík. Það var óhemju vel vandað til hennar í upphafi. Hún er tilkomumikil bæði að innan og utan, form, efni, litaval. Í Melaskóla tók borgin á móti fyrirfólki í eina tíð. Sorglegt er vita að byggingin sé að verða hrörnun að bráð. En það er hætt við að fari svona þegar sífellt er verið að byggja nýtt og bæirnir þenjast út – að þá sé hinu gamla ekki nógu vel við haldið.“

Margir hafa sterkari skoðanir á málinu og hafa tjáð sig í athugasemdum við færslu Egils þar sem ýmislegu áhugaverðu er varpað fram. Meðal þeirra sem þar tjá sig er Björn Pétursson, fyrrum skólastjóri Melaskóla, en hann segir: „Þyngra en tárum taki að sjá þessa glæsilegu byggingu að fallni koma.“

Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, kom með áhugaverða hugleiðingu.

„Skólabyggingin er að verða áttræð og hefur staðið af sér allar húsasóttir þar til nú. Nú gera menn sér að féþúfu að leita að myglu, jafnvel í okkar albestu og vönduðustu byggingum og finna hana. Það er þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri í að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða síðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá. Ég held að hér sé vandamál á ferðinni en grunar að það séu hagsmunaaðilar sem gera meira úr þeim en tilefni er til og eru að sjúkdómavæða húsin og finna sér verkefni. Það er mygla alls staðar og meira að segja í ísskápnum okkar flestra. Ég held við eigum að taka þessu rólega og anda með nefinu.“

Egill skrifar við þessu að þetta sé áhugaverður punktur. „Þetta þarf að skoða. Auglýsi eftir umræðu um hvort við gerum of mikið úr myglunni.“

Miðað við athugasemdirnar við færslu Egils eru skoðanir skiptar. Hvort það sé langvarandi viðhaldsleysi sem verður kennt um mygluna, hvort hreinlega sé verið að gera of mikið úr myglu eða hvort að líftími Melaskóla sé hreinlega liðinn.

Fólk virðist þó sammála um að Melaskóli sé táknrænn fyrir Vesturbæinga og margir eiga þaðan góðar minningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni