Það er óskiljanlegt og raunar alvarleg atlaga að eftirlitsskyldu Alþingis að forseti þess sitji sem fastast á greinargerð um Lindarhvolsmálið, segir Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður sem hefur kynnt sér málið gjörla og kallar það hneyksli.
Útlit er fyrir mikil umskipti í veðrinu hér á landi í mars, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. Mars verður óvanalega hlýr og þurr, apríl hrekkjóttur en langtímaspár gera svo ráð fyrir góðu vori og sumri sem kalli fram bros á vörum.
Food & Fun hátíðin er haldin um helgina í fyrsta sinn síðan 2020. Hátíðin hefur verið gluggi út í heim fyrir íslenska matreiðslumenn og sýnt fram á gæði íslensks hráefnis. Siggi Hall ræðir málið við Margréti Erlu Maack.