fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Fyrrum ráðherra reisir framúrstefnulegt fjölbýli við Frakkastíg

Eyjan
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 12:07

Björt Ólafsdóttir, fyrrum Umhverfis- og auðlindaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir, fyrrum umhverfis- og auðlindaráðherra og alþingismaður Bjartrar framtíðar, hefur hellt sér út í byggingariðnaðinn eftir að stjórnmálaferlinum lauk.

Hlutafjáraukning og spennandi uppbygging

Björt starfar í dag sem framkvæmdastjóri IÐU ehf., en fyrirtækið sinnir margskonar ráðgjöf á byggingageiranum auk þess að koma að fasteignaþróunarverkefnum. Segja má að umhverfismál eigi enn stað í hjarta Bjartar en fyrirtæki hennar leggur meðal annars áhersu á að minnka kolefnislosun í byggingariðnaðinum.

Björt greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að hún og samstarfsmenn hennar hjá IÐU hafi á dögunum gengið frá hlutfjáraukningu og fengið öfluga fjárfesta í lið með sér til að byggja framúrstefnulegt fjölbýlishús við Frakkastíg 1 í miðbænum. Auk eftirtektarverðrar hönnunar verður húsið reist eftir aðferðum hringrásarhagkerfisins.

Mikilvægt að breyta byggingargeiranum

„Mannvirkjageirinn er á heimsvísu ábyrgur fyrir um 40% losunar og það veltur mikið á að breyta því, eins og við vitum. Okkar hús mun skila 50% minni losun miðað við viðmiðunarhús. Eitt skref í því er að huga að byggingarefnunum og vera ekki sífellt að henda dýrmætum auðlindum, heldur upphanna og skapa nýtt. Samhliða uppbyggingunni á Frakkastíg erum við í IÐU að vinna að einmitt því fyrir geirann í heild sinni og fengum fyrir það styrk úr ASKI Mannvirkjasjóði á dögunum,“ skrifar Björt.

Það er danska arkitektastofan Lendager með Arnhildi Pálmadóttur arkitekt í broddi fylkingar sem sér um hönnun hússins. Það er kallað Græni klettur og er tilvísun í Hvítverk á Vatnsnesi.

Hér má sjá færslu Bjartar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni