fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar segir að vendipunktur sé fram undan í stríðinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. febrúar 2023 07:00

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Í tengslum við þetta ræddi Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR) við Forbes þar sem hann fór yfir stöðuna á vígvellinum og horfurnar fyrir framhald stríðsins.

Hann hefur áður haft rétt fyrir sér þegar hann hefur spáð fyrir um þróun mála í stríðinu og nú spáir hann vendipunkti í stríðinu í vor. „Frá miðju vori til loka þess verða afgerandi bardagar,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki telja að líta eigi á ummæli hans sem „spá“ heldur sem „niðurstöðu“ byggða á grunni þeirra upplýsinga sem hann hefur yfir að ráða. „Þetta eru tveir óskildir hlutir,“ sagði hann.

Hann sagði að enn sé um opið stríð að ræða en hann telur að Úkraínumenn muni sigra að lokum. Hann lagði áherslu á að Úkraínumenn hafi ekki slakað neitt á markmiði sínu um að frelsa alla Úkraínu úr höndum Rússa, þar á meðal Krímskagann.

Hann vildi ekki segja til um hvenær hann telur að stríðinu ljúki. „Ég get bara sagt þér hvernig því lýkur. En nú er staðan 1-1 og við erum á sjötugustu mínútu leiksins, þú getur svo sjálfur reiknað það út,“ sagði hann við Forbes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Í gær

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim