fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Mengunarslys við bensínstöð Costco

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. febrúar 2023 09:00

Costco Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bilun í hreinsi­búnaði bensín­stöðvar Costco olli mengunar­slysi á aðventunni í fyrra. Áætlað er að rúm­lega 110 þúsund lítrar af dísil­olíu hafi farið í gegnum frá­veitu­kerfi Hafnar­fjarðar og endað úti í sjó. Fréttablaðið greinir frá.

Margir íbúar kvörtuðu undan ó­lykt og sumir fundu til ó­gleði og fyrir höfuð­verk. Í minnis­blaði er á­lyktað að á­hrifin á líf­ríkið séu senni­lega ekki mikil, en sýni verða tekin af sjávarbotninum til greiningar.

„Þetta eru gríðar­lega háar tölur og þetta er gríðar­lega al­var­legt mengunar­slys. Auð­vitað vonaði maður að þetta yrði ekki svona mikið, en mér fannst eins og þetta yrði lík­legast há tala,“ segir Hildur Rós Guð­bjargar­dóttir, bæjar­full­trúi Sam­fylkingar.

„Mér myndi finnast ó­á­byrgt að segja að þetta hafi haft lítil á­hrif, án þess að það væru niður­stöður úr rann­sókn til staðar.“

Nánar má lesa um málið í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe