Þetta sagði norski hernaðarsérfræðingurinn Gier Hågen Karlsen, yfirlautinant við norskar varnarmálaskólann, í samtali við Dagbladet.
Með þessum vopnum geta úkraínskar hersveitir komist í gegnum fremstu víglínuna og umkringt Rússana eða einangrað þá án þess að sigra þá einn í einu á vígvellinum. Úkraínumenn hafa beðið um 300 skriðdreka og mörg hundruð brynvarin liðsflutningatæki. Ef þeir fá þetta, geta þeir breytt þessu úr varnarstríði yfir í að frelsa hertekin svæði. Það getur skipt sköpum,“ sagði hann.
Engar upplýsingar eru veittar um hvenær einstök lönd senda hergögn til Úkraínu og er það að sögn Karlsen gert til að koma í veg fyrir skemmdarverk og árásir.