Haraldur Ingi Þorleifsson, athafnamaður, sem valinn var maður ársins árið 2022, birti tvær færslur á Twitter-síðu sinni í vikunni. Vísar Haraldur þar til frétta vikunnar sem sýna bilið milli láglaunafólks og þeirra sem hafa það talsvert betur.
„Það er alls ekkert sjálfgefið að sumar stéttir eigi að vera á mjög háum launum og aðrar á mjög lágum. Samfélagssáttmálinn þarf að breytast. Og það gerist ekki án þess að láglaunafólk setji niður fótinn og krefjist þess að þau fái jafnari hlut af kökunni,“ segir Haraldur.
Það er alls ekkert sjálfgefið að sumar stéttir eigi að vera á mjög háum launum og aðrar á mjög lágum.
Samfélagssáttmálinn þarf að breytast.
Og það gerist ekki án þess að láglaunafólk setji niður fótinn og krefjist þess að þau fái jafnari hlut af kökunni.
— Halli (@iamharaldur) February 14, 2023
Í síðari færslunni birtir Haraldur skjáskot úr fréttum síðustu daga, þar sem fyrirsagnir segja fyrirtæki hagnast um milljarða, og segir:
„Það er nóg til og það er hægt að bæta kjör láglaunastétta verulega.“
Nokkrar fréttir síðustu daga.
Það er nóg til og það er hægt að bæta kjör láglaunastétta verulega. pic.twitter.com/SA3lkQGuCb
— Halli (@iamharaldur) February 14, 2023