fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ofbeldispabbinn í Reykjanesbæ hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að vera í fangelsi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 12:24

Frá Litla-Hrauni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, en hann hringdi ítrekað úr fangelsinu á Litla-Hrauni í dóttur sína og viðhafði í símtölunum andlegt ofbeldi, hótanir, stórfelldar ærumeiðingar auk þess sem hann smánaði, móðgaði og vanvirti  hana.

Dómurinn féll þann 10. febrúar en í honum kemur fram að maðurinn hafi á tímabilinu 14. júlí 2022 til 30. ágúst 2022 tíu sinnum sett sig í samband við konuna úr fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi og afplánun vegna fyrri brota.

Ekki. kemur beint fram í dóminum hvernig tengslum mannsins og þolanda er háttað en af samhenginu má dæma, sem og með vísan til fyrri brota í dómsorði, að þarna sá á ferðinni faðir sem hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mikið og langvarandi ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og eiginkonu, en nokkuð mikið var fjallað um málið á sínum tíma.

Sjá einnig: Heimili óttans – Hjón í Reykjanesbæ dæmd fyrir áralangar misþyrmingar gegn börnum sínum

Í símtölunum kallaði hann dóttur sína margítrekað hóru og sakaði hana um að vera að eiga í kynferðislegum samskiptum við aðra. Hann sakaði hana einnig um þjófnað, sagði henni að „fucka sér“, talaði með vanvirðandi og ógnandi hætti um aðila nákomna henni og gerði það að verkum að hún upplifði hræðslu og kvíða og óttaðist um líf sitt og líf fjölskyldumeðlima sinna.

Maðurinn játaði sök við rekstur málsins og taldi dómari ekki tilefni til að draga játninguna í efa. Fram komi í dóminum að maðurinn hafi í júní á síðasta ári verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrri brot gegn nálgunarbanni og umsáturseinelti. Í nóvember í fyrra var hann svo dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi.

Eftir að upp komst um ofbeldi mannsins gegn dætrum hans var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur þeirra, en hann braut ítrekað gegn þeim nálgunarbönnum. Eftir að dætrunum hafði verið komið fyrir á fósturheimili sat hann um þær og sendi þeim ógnandi skilaboð.

Rannsókn á skelfilegum aðstæðum barnanna hófst sumarið 2020 er íþróttaþjálfari í Reykjanesbæ hafði samband við barnavernd og lýsti yfir áhyggjum af stúlkunum. Greindi ein stúlkan honum frá því að faðir hennar myndi berja hana er hún kæmi heim eftir æfinguna. Greindi hún síðan þjálfaranum nánar frá ofbeldinu sem hún og systur hennar máttu þola.

Rannsókn barnaverndar leiddi til þess að stúlkunum var komið fyrir á fósturheimili, lögregla hóf rannsókn á málinu og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærði bæði föður stúlknanna og móður síðan í september árið 2021.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“