fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Edda boðar breytingar á Eigin Konum – Áskrifendur borgað um 2 milljónir án þess að fá þátt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 12:52

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþættirnir Eigin konur hafa legið í dvala undanfarnar vikur en síðasti þáttur leit dagsins ljós um miðjan desember. Þrátt fyrir það borga tæplega 800 manns um 905 þúsund krónur á mánuði fyrir að minnsta fjóra þætti á mánuði og ýmis konar aukaefni. Þáttastjórnandinn Edda Falak boðar breytingar á fyrirkomulaginu.

Hlaðvarpsþættirnir Eigin konur hófu göngu sína í mars 2021 og fóru fljótlega að hafa afgerandi áhrif á þjóðfélagsumræðuna með afhjúpandi viðtölum við meinta þolendur ýmissa þjóðþekktra einstaklinga.

Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir stóðu upphaflega á bak við þættina en síðan kastaðist í kekki milli þeirra, meðal annars út af peningamálum og Edda hélt vegferðinni áfram ein.

Helsta tekjulind þáttanna var Patreon-síða þar sem mörg hundruð einstaklinga studdu við starfið með því að borga mánaðarlegt gjald.

Í mars 2022 gekk Edda svo til liðs við Stundina, sem heitir nú Heimildin, og fljótlega fór þáttunum að fækka nokkuð. Nú er staðan sú að um tveir mánuðir eru liðnir frá síðasta þætti.

Sjá einnig: Katrín Lóa segir að margra mánaða martröð hafi byrjað eftir að hún þáði lán frá Helga í Góu

Síðasti þáttur kom út þann 15.desember og vakti gríðarlega athygli, en í honum steig Katrín Lóa Kristrúnardóttir fram og lýsti því hvernig Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, hóf að áreita hana kynferðislega eftir að hann lánaði henni rúmlega fimm milljónir króna.

Síðan sá þáttur var birtur hefur hvorki komið þáttur á Patreon-síðu Eigin Kvenna né á vef Heimildarinnar.

Boðar breytingar

Eins og gefur að skilja hefur Patreon-áskrifendum Eigin Kvenna fækkað nokkuð en þeir voru rúmlega 1700 þegar best lét. Í dag er þátturinn með 783 áskrifendur á Patreon, sem borga frá 1156 krónur (8 dollarar) til 2168 krónur á mánuði (15 dollarar). Í hverri áskriftaleið eru „fjórir auka þættir“ innifaldir.

Ef allir áskrifendur eru með ódýrustu áskriftarleiðina, þá eru þeir samtals að borga rétt rúmlega 905 þúsund krónur á mánuði, sem gera þá samtals um 1,8 milljón krónur fyrir þessa tvo mánuði án þess að nokkuð efni hafi komið.

DV sendi fyrirspurn á Eddu sem sagði að upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar væru væntanlegar en svaraði ekki spurningu um áskriftargjald Patreon.

„Ég þurfti að taka mér aðeins frí í janúar en er að klára að ganga frá öllu núna, það eru smá breytingar en ég mun pósta um það fyrir helgi,“ sagði Edda.

Uppfært 15:59

Eftir að fréttin birtist var Patreon-síða Eigin Kvenna uppfærð þar sem kemur fram að áskrifendur verða ekki rukkaðir fyrir næstkomandi mars mánuð.

Skjáskot/Patreon

 

Sjá einnig: Móðir viðmælanda höfðar mál gegn Eddu Falak

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks