Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, skýrði frá þessu í gær. Hann sagði að framleiðslan hefjist fljótlega hjá Rheinmetall. „Ég er mjög ánægður með að við getum tryggt afhendingu á þessum mikilvæga hluta loftvarnanna,“ sagði hann.
Það hefur verið ákveðin áskorun fyrir Þjóðverja að finna skotfæri fyrir Gepard-kerfin því þýski herinn hætti að nota það 2010.