fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Argentínska lögreglan rannsakar „fæðingartúrisma“ rússneskra kvenna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínska lögreglan er nú að rannsaka „fæðingartúrisma“ rússneskra kvenna sem streyma til landsins til að eignast börn sín.

Rannsóknin miðar að því að fá á hreint hvort skipulögð glæpasamtök standi á bak við straum barnshafandi rússneskra kvenna til landsins. Á síðustu mánuðum hafa rúmlega 5.000 rússneskar konur komið til landsins til að eignast börn sín. Ástæðan er að þær vilja að börnin fái argentínskan ríkisborgararétt og þar með argentínskt vegabréf. La Nacion skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins.

Börn sem fæðast í Argentínu fá sjálfkrafa ríkisborgararétt.

Lögreglan er sögð hafa fundið tölvur, farsíma, ferðaskjöl og reiðufé við húsleitir í auðmannahverfinu Puerto Madero í Buenos Aires. Er þetta talið tengjast samtökum sem aðstoða fólk við að komast til landsins.

Florencia Carignano, yfirmaður innflytjendaeftirlitsins, segir að hér sé um stóran iðnað að ræða þar sem háar fjárhæðir séu undir.  Hún sagði að á föstudaginn hafi 83 rússneskar konur komið til Buenos Aires, 16 eru barnshafandi.

Á síðasta ári komu 5.800 barnshafandi rússneskar konur til Argentínu.

Foreldrar barns, sem er með argentínskan ríkisborgararétt, fá frekar auðveldlega argentínskan ríkisborgararétt. Argentínsk vegabréf eru eftirsótt af Rússum því þau veita ferðaheimild, án áritunar, til rúmlega 160 landa. Með rússnesku vegabréfi er aðeins hægt að ferðast til 71 lands án áritunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“