fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Efling hafði betur í Landsrétti

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. febrúar 2023 15:24

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur birt úrskurð sinn í dómsmáli sem Efling höfðaði til áfrýjunar á ákvörðun Héraðsdóms um að félaginu bæri að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá vegna umdeildrar miðlunartillögu embættisins.

Niðurstaða Landsréttar er að hafna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu kjörskrár. Ríkissáttasemjari hafði áður hótað aðför að félaginu með aðstoð lögreglu og Sýslumanns.

Eflingu er ekki skylt að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína.

„Þetta er versti áfellisdómur yfir vinnubrögðum ríkissáttasemjara sem hægt var að hugsa sér. Ég treysti því að íslenska ríkið taki rækilega til í sínum ranni gagnvart kjaradeilu Eflingar og SA í ljósi þessarar niðurstöðu. Við krefjumst þess að Aðalsteinn Leifsson verði látinn segja sig samstundis frá deilunni. Við fögnum þessari niðurstöðu innilega,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér.

„Við unnum. Áfram Efling alla leið!“, skrifar Sólveig Anna í færslu á Facebook að vonum ánægð með úrskurð Landsréttar.

„Ég reikna með að Halldór Benjamín biðji mig afsökunar ekki seinna en strax fyrir að kalla mig lögbrjót.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“
Fréttir
Í gær

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark