fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Efling hafði betur í Landsrétti

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. febrúar 2023 15:24

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur birt úrskurð sinn í dómsmáli sem Efling höfðaði til áfrýjunar á ákvörðun Héraðsdóms um að félaginu bæri að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá vegna umdeildrar miðlunartillögu embættisins.

Niðurstaða Landsréttar er að hafna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu kjörskrár. Ríkissáttasemjari hafði áður hótað aðför að félaginu með aðstoð lögreglu og Sýslumanns.

Eflingu er ekki skylt að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína.

„Þetta er versti áfellisdómur yfir vinnubrögðum ríkissáttasemjara sem hægt var að hugsa sér. Ég treysti því að íslenska ríkið taki rækilega til í sínum ranni gagnvart kjaradeilu Eflingar og SA í ljósi þessarar niðurstöðu. Við krefjumst þess að Aðalsteinn Leifsson verði látinn segja sig samstundis frá deilunni. Við fögnum þessari niðurstöðu innilega,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér.

„Við unnum. Áfram Efling alla leið!“, skrifar Sólveig Anna í færslu á Facebook að vonum ánægð með úrskurð Landsréttar.

„Ég reikna með að Halldór Benjamín biðji mig afsökunar ekki seinna en strax fyrir að kalla mig lögbrjót.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“