fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Jóhannes Þór um bifreiðaeigendur í miðbænum – „Plága sem taka þarf á með einhverjum hætti“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. febrúar 2023 12:00

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir tilgang hleðslustæða fyrir rafbíla í færslu á Facebook. Segir Jóhannes að yfirleitt þegar hann ætli að hlaða rafbíl sinn í miðbænum séu stæðin full af bensín- eða díselbílum. 

„Ég er á rafbíl. Yfirleitt þegar ég ætla að hlaða bílinn í hleðslustöðvum í miðbænum og víðar er staðan svona (myndin tekin rétt í þessu). Í hleðslustæðunum standa bensín og díselbílar, hverra eigendur bera enga virðingu fyrir tilgangi stæðanna. Þetta hefur ágerst verulega i vetur og er orðin plága sem taka þarf á með einhverjum hætti,“ segir Jóhannes Þór. Myndin er tekin við Kirkjutorg í miðbænum, þar sem sjá má bíla lagða í hleðslustæði. 

Mynd: Facebook

Margir taka undir í athugasemdum og segir einn að sekta eigi grimmt ef rafbíl er í hleðslustæði og ekki að hlaða. Jóhannes Þór samsinnir því og segir slíkt alveg jafn óþolandi.

Annar segir sama gerast í bílastæðahúsum borgarinnar þar sem rafbílaeigendur fá ókeypis rafmagn. Menn setji bíl sinn í samband, hafi hann þar allan daginn tengdan og einoki þannig stæðið. Jóhannes Þór bendir á að sama gerist í bílastæðahúsum, að eigendur bensín- og díselbíla leggi í hleðslustæði.

Merking hverfur undir snjó

Aðspurður um hvort stæðin séu kyrfilega merkt sem hleðslustæði svarar Jóhannes Þór því eigendum bensín- og díselbíla til varnar: „Nei í snjónum hverfur merkingin á malbikinu sjónum – betri merkingar er eitt af því sem þarf að gera.“ En bendir um leið á að: „En staurinn fyrir framan stæðið fer samt ekkert fram hjá þér þegar þú leggur þar.“

Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, sem búsettur er í Noregi slær á létta strengi: „Þarna er sem sagt komið næsta langtímaþrætuepli þjóðarinnar. Ég prísa mig mjög að eiga ekki bifreið lengur…“

Eins og að leggja við bensíndælu á bensínstöð

Æsa Strand Viðarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur Listaháskóla Íslands (og eiginkona Jóhannesar Þórs) leggur orð í belg til útskýringar á af hverju rafbílaeigendur þurfa að komast í hleðslustæðin:

„Vandamálið með rafbíla er að það er ekki hægt að lalla út á næstu rafstöð og sækja batterí ef bíllinn verður rafmagnslaus. Ekki einu sinni hægt að draga hann í næstu hleðslustöð heldur verður að panta pallbíl með heilmiklum kostnaði til að flytja hann. Ég hef keyrt á milli margra hleðslustæða í miðbænum, alveg á síðustu metrunum, komin niður á rauða ljósið á mælinum og allstaðar sem appið sýnir laust er einhver í stæðinu ekki að hlaða. Bilað stress. Sérstaklega að vetri til í frosti, snjó og roki þegar batteríið endist mun mun styttra en venjulega. Svo ég lít ekki á þetta sem forgangsstæði fyrir rafbíla í merkingunni „bílastæði“. Þetta er eiginlega frekar eins og að leggja við bensíndælu á bensínstöð og skilja bílinn svo þar eftir án þess að vera einu sinni að fylla á. Það eru alveg stæði annars staðar en þessi tiltekna staðsetning getur skipt meginmáli fyrir bifreið sem stendur á núllinu.“

Bannað að stöðva eða leggja samkvæmt umferðarlögum

Jóhannesi Þóri er bent á að enginn eigi stæði í miðbænum, en sumir njóti forgangs, nefnilega fatlaðir. Segir viðkomandi Jóhannesi Þóri að hætta að væla.

Sem Jóhannes Þór skákar með: „Skemmtilegt að þú nefnir forgang fatlaðra. Í sömu grein umferðarlaga er nefnilega mælt fyrir um forgang rafbíla að merktum stæðum.

Umferðarlög 77/2019, 29. gr. Sérstakar reglur um bann við stöðvun eða lagningu ökutækis.: Að undanskildum þeim ökutækjum sem stæði eru ætluð er bannað að stöðva eða leggja ökutæki á eftirtöldum stæðum:

  1. á merktu stæði fyrir ökutæki fatlaðs fólks,
  2. á biðstöð hópbifreiða innan 15 metra frá merki,
  3. á merktu stæði fyrir leigubifreið, vörubifreið eða hópbifreið,
  4. á merktu stæði ætluðu bifreið til rafhleðslu,
  5. á merktu stæði ætluðu lögreglu eða sjúkrabifreið,
  6. á merktu stæði ætluðu reiðhjóli,
  7. á merktu stæði ætluðu bifhjóli, og
  8. á merktu stæði ætluðu fólksbifreiðum.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir