fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Arnar Þór hættur sem lög­maður Margrétar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. febrúar 2023 14:11

Arnar Þór Jónsson og Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og verjandi, Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, er hættur sem lögmaður hennar. 

DV hafði heimildir fyrir því í morgun að Arnar Þór hefði sagt sig frá máli Margrétar í kjölfar Facebook-færslu sem hún skrifaði í gærkvöldi,  kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur í gær.

Arnar Þór vildi ekki staðfesta þetta í samtali við DV í morgun en tók fram að samfélagsmiðlar væru ekki rétti staðurinn til að reka dómsmál.

Margrét neitar að taka út grófa Facebook-færslu þrátt fyrir beiðni dómarans

Fréttablaðið birti fyrir stuttu frétt um að Arnar Þór hefði sagt sig frá málinu, segir í fréttinni að það hermi heimildir Fréttablaðsins.

Margrét var sakfelld í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir lífslátshótun gegn Semu Erlu Serdar, baráttukonu og stofnanda hjálparsamtakanna Solaris. Var Margrét dæmd til 30 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og þarf að greiða lögmanni sínum um milljón í málsvarnarlaun.

„Ég vil segja það að fólk á auðvitað ekki að reka mál sín annars staðar en bara fyrir dómi og ef það kýs að gera það þá er það ekki á mína ábyrgð eða á ábyrgð lögmanna,“ segir Arnar Þór í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ef fólk kýs að reyna að reka mál annars staðar þá má líta svo á að þar með sé búið að rjúfa trúnaðarsamband, það séu brostnar forsendur fyrir því að lögmaður sinni þessu hlutverki áfram.“

Margrét skrifaði nýja færslu á Facebook fyrir stuttu þar sem hún segir frá að Arnar Þór hafi sagt sig frá máli hennar vegna færslu gærkvöldsins: 

Langar að taka hér fram að Arnar Þór Jónsson tengist innleggi mínu í gær á engann hátt, hann sagði sig frá málinu vegna færslunar, en að mínu viti er kona sem setur svartan blett á dómstóla og dæmir mig í fangelsi, þrátt fyrir að vitni hafi staðfest að Sema hafi átt upptökin á riflildinu, óheiðarleg og ómerkileg svo vægt til orða tekið,

 skrifar Margrét og viðhefur síðan orðalag sem DV hefur ekki eftir.

Margrét hefur fjórar vikur til að áfrýja dómnum, Arnar Þór svarar Fréttablaðinu aðspurður að ekki sé búið að áfrýja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns