Einn var handtekinn á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvog en sá lét ófriðlega. Hann var vistaður í fangageymslu.
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.
Í Árbæjarhverfi missti ökumaður stjórn á bifreið sinni og valt hún hálfa veltu. Ökumaðurinn meiddist ekki en fjarlægja þurfti bifreiðina með dráttarbifreið.