fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Skjálfti upp á 7,8 í Tyrklandi og Sýrlandi – 600 látnir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. febrúar 2023 04:49

Þetta hús í Guzelyali hrundi í skjálftanum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS. Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7. Nú þegar hefur verið staðfest að 100 hafi látist en óttast er að dánartalan eigi eftir að hækka mjög mikið.

Í tyrkneska héraðinu Malatya hafa 23 fundist látnir, 420 slasaðir og 140 byggingar hrundu að sögn tyrknesku Anadolu fréttastofunnar.

Í Osmaniye héraði hrundu 34 byggingar og minnst fimm létust.

Í Sanliurfa héraði, sem er nærri sýrlensku landamærunum, hafa 10 fundist látnir.

Í Sýrlandi hefur verið staðfest að 42 hafa fundist látnir og rúmlega 200 slasaðir hafa fundist. Þar hrundu byggingar í Aleppo og Hama.

Á upptökum og myndum á samfélagsmiðlum má sjá hrunin hús í mörgum borgum og bæjum í Tyrklandi.

Skjálftinn fannst í Líbanon, Sýrlandi, Kýpur og Ísrael.

Tyrkland er mjög virkt jarðskjálftasvæði og þar hafa margir látist í slíkum hamförum í gegnum tíðina. 1999 létust 17.000 manns í skjálfta upp á 7,4.

Uppfært klukkan 07.07

Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá hafa um 600 fundist látnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu