Uppfært kl. 13.26:
Konan er fundin heil á húfi.
Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eyrúnu. Hún er um 160 sm á hæð, grannvaxin, klædd í dökka 66° úlpu og líklega með prjónahúfu. Síðast er vitað um ferðir Eyrúnar í Jörfabakka í Breiðholti í Reykjavík síðdegis í gær, eða um fjögurleytið. Eyrún, sem notar gleraugu, er með alzheimer.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Eyrúnar, eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Uppfært kl. 13.07:
Lögreglan biður íbúa í hverfinu vinsamlegast um að skoða nærumhverfi sitt s.s. kjallara, geymslur, stigaganga og garðskúra.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna leitarinnar.