Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun á Seltjarnarnesi. Tveir eru grunaðir í málinu og eru þeir báðir undir 18 ára aldri. Málið var því unnið í samvinnu við foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöld.