fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2023 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill styr hefur staðið á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum síðustu daga eftir að Frosti Logason endurvakti útvarpsþáttinn Harmageddon á efnisveitu sem hann og eiginkona hans, matreiðslumaðurinn Helga Gabríela Sigurðardóttir, hafa stofnað – Brotkast.

Frosti kallaði uppistandarann Stefán Vigfús „hökulausan maðk“ og sagði að Stefán hefði gott af því að fá högg á kjaftinn. Í kjölfarið skrifaði Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Heimildarinnar færslu, sem Frosti svaraði.

Helga Gabríela Sigurðardóttir, eiginkona Frosta, varði sig mann með tístum á Twitter, sem vöktu aldeilis hörð viðbrögð þar enda eyddi Helga þeim út stuttu síðar. 

Sjá einnig: Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“

Sjá einnig: „Hvernig væri að fara að skella sér á hlaupabrettið?“

Nú í kvöld opnaði Helga Gabriela sig í færslu á Instagram þar sem hún segir síðasta ár hafa verið erfiðasta ár sem hún hefur upplifað. Líf fjölskyldu hennar hafi umturnast eftir að fyrrum kærasta Frosta hafi stigið fram með meint ofbeldi Frosta í hennar garð. Segir Helga að þegar hún kynntist Frosta árið 2014 hafi hann verið að jafna sig eftir það samband og andlegt ofbeldi sem hann var beittur í sambandinu. Hafi hann gert það með mikilli sjálfsvinnu og aðstoð fagaðila. Síðan hafi Frosti og Helga ræktað sitt samband og líf þeirra blómstrað með börnum og brúðkaupi. 

Ég get ekki ætlast til að fólk skilji hvernig það er að vera í þessum aðstæðum, þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu býður ekki upp á að karlmaður verji sig þegar á hann er ráðist og fjölskyldan hans geldur fyrir það.

Segir Helga árásirnar á Frosta hafa verið nær linnulausar síðustu tíu mánuði og að hluta þess tíma hafi hún verið ein heima með börnin meðan hann var á sjó.

„Ég upplifi þær árásir sem árásir á mig og það sem verra er, ég upplifi þær sem árásir á börnin mín.“

Helga segist allan þennan tíma aldrei hafa svarað fyrir sig, en þegar árásirnar og netníðið hafi náð hámarki í gær hafi hún brotnað gjörsamlega og fundist hún tilneydd til að svara fólkinu sem níðst hefur á henni og eiginmanni hennar.

„Ég svaraði í sömu mynt og ég sé mikið eftir því. Ég var ekki með sjálfri mér. Auðvitað átti ég aldrei að svara og ég mun aldrei gera það aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“