fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 09:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg fyrirtæki í veitingageiranum eiga í rekstrarerfiðleikum um þessar mundir og sum þeirra munu leggja upp laupana. Erfiðu rekstrarumhverfi og breyttu neyslumynstri er um að kenna.

Þetta segir Bragi Skaftason, sem er með rúmlega 20 ára reynslu af rekstri veitingastaða. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Braga að það séu sviptingar fram undan og að veitingastöðum muni fækka. Það sé alveg ljóst.

Hann sagði greinina standa frammi fyrir innistæðulausum verð- og launahækkunum. „Auðvitað á starfsfólk veitingastaða skilið að fá góð laun en staðreyndin er samt sú að veitingahús á Íslandi greiða að jafnaði yfir 50 prósent af sinni innkomu í laun. Sem er langt yfir því sem heilbrigður rekstur í þessu umhverfi þolir,“ sagði hann.

Hann sagði að ofan á þetta bætist að veitingastaðir greiði oftast mun hærri húsaleigu en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum á sama svæði.

Neyslumynstur hefur einnig breyst með tilkomu mathalla og meiri sjálfvirkni á veitingahúsum. „Mögulega eru veitingastaðir í Reykjavík bara orðnir  of margir,“ sagði Bragi.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu