Eftir slakan fyrri hálfleik, þar sem staðan var 22:18 fyrir Brasilíu að honum loknum, náði íslensku strákarnir að hrista af sér slenið í síðari hálfleik og landa sigri í lokaleiknum á HM í handbolta. Þegar minna en sjö mínútur voru til leiksloka kom Gísli Þorgeils Kristjánsson Íslandi í 35:34 og var það í fyrsta skipti sem íslenska liðið náði forystu í leiknum. Íslendingar voru síðan sterkari á lokakaflanum og lönduðu sigri, 41:37.
Það skýrist síðar í kvöld hvort sigurinn tryggir Íslandi 3ja sæti í milliriðlinum sem er ávísun á 9.-12. sæti á mótinu. Er það nokkuð langt undir væntingum margra og deilt er um hvort árangur liðsins hafi verið undir væntingum eða hvort liðið hafi einfaldlega verið ofmetið en miklar vonir voru bundnar við verðlaunasæti á mótinu.
Bjarki Már Elíasson skoraði 9 mörk fyrir Ísland en Kristján Örn Kristjánsson skoraði 8 mörk.
Varnarleikur íslenska liðsins var heilt yfir mjög slakur í leiknum en vörnin þéttist þó er leið á síðari hálfleik. Álitsgjafar RÚV sögðu að fyrri hálfleikurinn hefði verið einn versti hálfleikur íslenska liðsins fyrr og síðar.
Eins og vanalega hafði Twitter eitt og annað að segja um leikinn og hér gefur að líta nokkur tíst:
Handbolti er bara einhverjar hrindingar með bolta. https://t.co/6kEVDqfb5G
— Karl Sigurðsson (@kallisig) January 22, 2023
Ég var svo viss um að þetta væri glatað svo ég slökkti á leiknum í smá stund. Svo var bara jafnt þegar ég kveikti aftur #hmrúv
— Selma Dís (@selmaa_dis) January 22, 2023
Ef ég væri í liðinu þá myndi ég ekki þora inn í klefa í hálfleik. Færi bara beint í sturtu held ég… #hmruv
— Hrund Heiðrúnardóttir (@HrundSnorradot1) January 22, 2023
Íslenska peking vörnin hans Gumma R.I.P. pic.twitter.com/9CJrWYtB4u
— Arnar Daði (@arnardadi) January 22, 2023
Lífið heldur áfram eftir HM í handbolta. Framundan undankeppni EM. Tveir leikir gegn Tékklandi og Eistland og Ísrael á útivelli. Leikið í mars og apríl. Sæti á EM í Þýskalandi í boði. Stuð og vætingar halda áfram. Á þessum tíma verður Ómar Ingi frá. Á leið í aðgerð.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 22, 2023