fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Sigur í lokaleiknum: Strákarnir spýttu í lófana í síðari hálfleik – Hvað sagði Twitter?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 18:33

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir slakan fyrri hálfleik, þar sem staðan var 22:18 fyrir Brasilíu að honum loknum, náði íslensku strákarnir að hrista af sér slenið í síðari hálfleik og landa sigri í lokaleiknum á HM í handbolta. Þegar minna en sjö mínútur voru til leiksloka  kom Gísli Þorgeils Kristjánsson Íslandi í 35:34 og var það í fyrsta skipti sem íslenska liðið náði forystu í leiknum. Íslendingar voru síðan sterkari á lokakaflanum og lönduðu sigri, 41:37.

Það skýrist síðar í kvöld hvort sigurinn tryggir Íslandi 3ja sæti í milliriðlinum sem er ávísun á 9.-12. sæti á mótinu. Er það nokkuð langt undir væntingum margra og deilt er um hvort árangur liðsins hafi verið undir væntingum eða hvort liðið hafi einfaldlega verið ofmetið en miklar vonir voru bundnar við verðlaunasæti á mótinu.

Bjarki Már Elíasson skoraði 9 mörk fyrir Ísland en Kristján Örn Kristjánsson skoraði 8 mörk.

Varnarleikur íslenska liðsins var heilt yfir mjög slakur í leiknum en vörnin þéttist þó er leið á síðari hálfleik. Álitsgjafar RÚV sögðu að fyrri hálfleikurinn hefði verið einn versti hálfleikur íslenska liðsins fyrr og síðar.

Eins og vanalega hafði Twitter eitt og annað að segja um leikinn og hér gefur að líta nokkur tíst:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“