fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Hörmulegur fyrri hálfleikur gegn Brasilíu – „Daprasta varnarframmistaða sem ég hef séð hjá íslensku landsliði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 17:43

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Daprasta varnarframmistaða sem ég hef séð hjá íslensku landsliði,“ sagði Einar Örn Jónsson, þulur RÚV á HM í handbolta. Það er hálfleikur í síðasta leik Íslands í milliriðli á HM, en liðið er undir gegn Brasilíu, 18-22.

Íslenska vörnin hefur verið hörmuleg í fyrri hálfleik og markvarsla engin. Einnig hefur verið mikið um sóknarmistök, sérstaklega í hraðaupphlaupum. Kristján Örn Kristjánsson hefur leikið einna best fyrir liðið í hálfleiknum, en hann hefur skorað 4 mörk.

„Þessi vörn er ekki að ganga upp, ég hef verið þrjú ár að gagnrýna þetta,“ segir álitsgjafinn Logi Geirsson. Hann segir varnaruppstillingu liðsins vera mistök og það sé helsta orsök slakrar frammistöðu gegn liði sem ekki  er talið í heimsklassa.

„Þetta er bara rugl,“ segir Logi.

Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að litlu máli skipti hvað Guðmundur landsliðsþjálfari segi við leikmennina í hálfleik því hann hafi augljóslega lítil áhrif á þá. Hann nái ekki að tala í þá stemningu.

Logi er ósammála þessu og segir að ekkert vanti upp á baráttu leikmanna heldur sé um að kenna rangri stjórnun á liðinu og rangri varnartaktík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu