Ísland mætir Svíþjóð í Gautaborg í gríðarlega mikilvægum leik á HM í handbolta þessa stundina.
Staðan er 17-16 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Sigur kemur Íslandi í kjörstöðu í milliriðlinum en tap fer langt með að gera út um vonir Strákanna okkar á að komast í átta liða úrslitin.
Að vanda eru Íslendingar á límingum á samskiptamiðlum yfir leiknum