Einn ökumaður var handtekinn í Grafarvogi grunaður um að vera undir áhrifum kannabis.
Einn ökumaður var handtekinn í Hafnarfirði grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.
Tilkynnt var um eld í bifreið í bílastæða húsi í miðborginni.
Í Kópavogi var óskað eftir aðstoð vegna þjófnaðar úr verslun og innbrots í geymslur.
Á Reykjanesbraut varð árekstur tveggja bifreiða. Engin slys urðu á fólki en önnur bifreiðin var óökufær á eftir.