fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Eva fer yfir Skúla Tómasar málið og undrar sig á „læknamafíunni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. janúar 2023 12:28

Eva Hauksdóttir. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Hauksdóttir, lögmaður og einn kærenda í málinu gegn Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrrv. yfirlækni á HSS, undrar sig á því að þekktir læknar túlki nýjustu vendingar í máli hans og samverkafólks hans á HSS sem merki um að þau hafi verið hvítþegin.

Skúli Tómas steig fram í gær og upplýsti að niðurstaða dómskvaddra matsmanna í rannsókninni gegn honum væri sú að sjúklingar, hverra aðstandendur hafa kært hann vegna andláts þeirra á HSS, hafi látið af náttúrulegum orsökum. Þekktir læknar lýstu yfir stuðningi við Skúla Tómas í gær og fordæmdu umfjöllun fjölmiðla um málið.

Sjá einnig: Stjörnulæknar koma Skúla Tómasi til varnar og fordæma fjölmiðla – „Mannorðsmorð var skreytt verðlaunum!“

Eva rekur feril málsins í sjö liðum í nýjum pistli. Hún ítrekar þar að Landlæknir hafi skilað því áliti að ekki hafi verið forsenda fyrir lífslokameðferð í tilfelli móður hennar sem sett var á lífslokameðferð á HSS árið 2019. Læknarnir hafi farið fram á endurupptöku matsgerðar í ljósi nýrra gagna en þau gögn hafi verið framburðarskýrslur um að móðir hennar hafi verið erfið og leiðinleg. Endurnýjuð matsgerð hafi leitt í ljós þá niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð.

Eva segir síðan: „Lögreglan er búin að senda málið til ákærusviðs. Hvernig í ósköpunum læknamafíunni tekst að túlka það sem merki um að sakborningar hafi verið hvítþvegnir er mér hulin ráðgáta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir