Eva Hauksdóttir, lögmaður og einn kærenda í málinu gegn Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrrv. yfirlækni á HSS, undrar sig á því að þekktir læknar túlki nýjustu vendingar í máli hans og samverkafólks hans á HSS sem merki um að þau hafi verið hvítþegin.
Skúli Tómas steig fram í gær og upplýsti að niðurstaða dómskvaddra matsmanna í rannsókninni gegn honum væri sú að sjúklingar, hverra aðstandendur hafa kært hann vegna andláts þeirra á HSS, hafi látið af náttúrulegum orsökum. Þekktir læknar lýstu yfir stuðningi við Skúla Tómas í gær og fordæmdu umfjöllun fjölmiðla um málið.
Eva rekur feril málsins í sjö liðum í nýjum pistli. Hún ítrekar þar að Landlæknir hafi skilað því áliti að ekki hafi verið forsenda fyrir lífslokameðferð í tilfelli móður hennar sem sett var á lífslokameðferð á HSS árið 2019. Læknarnir hafi farið fram á endurupptöku matsgerðar í ljósi nýrra gagna en þau gögn hafi verið framburðarskýrslur um að móðir hennar hafi verið erfið og leiðinleg. Endurnýjuð matsgerð hafi leitt í ljós þá niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð.
Eva segir síðan: „Lögreglan er búin að senda málið til ákærusviðs. Hvernig í ósköpunum læknamafíunni tekst að túlka það sem merki um að sakborningar hafi verið hvítþvegnir er mér hulin ráðgáta.“