Ung kona varð úti í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól, nánar tiltekið dagana 17 – 19. desember. Konan, sem var á fertugsaldri, var fótgangandi á leið heim til sín þegar harmleikurinn átti sér stað en hún var á leið heim til sín og fannst látin skammt frá heimili sínu þann 20. desember þegar veðrinu hafði slotað. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við fréttastofu sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ekkert saknæmt er talið hafa átt sér stað.