Í Kópavogi valt bíll. Tveir voru í bifreiðinni og slasaðist farþeginn en þó ekki alvarlega. Var hann fluttur á bráðamóttöku.
Ökumaður einn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og ók aftan á aðra bifreið þegar hann reyndi að koma sér hjá því að stöðva aksturinn. Hann er grunaður um ölvun við akstur og var hann handtekinn.
Í Miðborginni var tilkynnt um mann sem væri illa til fara en mjög kalt var í veðri. Maðurinn fékk húsaskjól hjá lögreglunni og gisti í fangageymslu í nótt.
Einn var handtekinn vegna líkamsárásarmáls á skemmtistað í Miðborginni og var hann vistaður í fangageymslu.
Í Vesturbænum var maður handtekinn eftir að hann hafði reynt að sparka upp hurð. Hann var vistaður í fangageymslu.
Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var tilkynnt um innbrot í verslun. Þar var tölvu stolið.
Fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.