fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Sögð hafa pínt tveimur næringardrykkjum ofan í sjúklinginn – Ættingjarnir krefjast 15 milljóna í miskabætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. janúar 2023 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingur sem ákærð er fyrir manndráp vegna andláts sjúklings á geðdeild Landspítalans neitar sök. RÚV greinir frá þessu en málið var þingfest í dag.

Verjandi konunnar fer fram á að einkaréttarkröfu í málinu verði vísað frá en ættingjar sjúklingsins sem lést krefjast 15 milljóna króna í miskabætur. Fyrir utan miskabætur er krafist andvirði útfararkostnaðar og lögfræðikostnaðar.

DV hefur ákæru í málinu undir höndum. Þar kemur fram að tveimur flöskum af næringardrykk hafi verið pínt ofan í sjúklinginn, sem var haldið fastri, að fyrirskipan hjúkrunarfræðingsins sem ákærð er í málinu. Ákæran hljóðar upp á manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Atvikið átti sér stað þann 16. ágúst 2021 inni á geðdeild Landspítalans.

Hjúkrunarfræðingurinn er ákærð fyrir að hafa svipt sjúklinginn lífi (sjúklingur nefndur A): „… með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, en ákærða hellti drykknum upp í munn A, á meðan henni var haldið að fyrirskipan ákærðu, þrátt fyrir að A gæfi til kynna að hún vildi ekki drykkinn, allt með þeim afleiðingum að drykkurinn hafnaði í loftvegi hennar, sem hindraði loftflæði um lungun og olli öndunarbilun og hún kafnaði,“ segir í ákæru.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst