Ísland er með forystu í hálfleik gegn S-Kóreu á HM í handbolta, 19:13. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur lokað markinu á köflum en hann hefur valið alls 10 skot í fyrri hálfleiknum.
Þrátt fyrir góð tilþrif hefur íslenska liðið gert töluvert af sóknarmistökum. S-Kóreumenn eru hraðir og baráttuglaðir og ljóst að strákarnir mega ekkert gefa eftir til að hleypa þeim ekki inn í leikinn. Ísland komst í 7 marka forystu en S-Kórea minnkaði muninn niður í fjögur mörk. Ísland náði síðan að auka við forskotið undir lok hálfleiksins.
Óðinn Þór Ríkharðsson er markhæstur í íslenska liðinu eftir fyrri hálfleikinn með 8 mörk og Bjarki Már Elísson hefur skorað 5. Í heild hefur fyrri hálfleikurinn verið góður.
Handbolta-Twitter er líflegur að vanda og þar er landsliðskappinn fyrrverandi, Ásgeir Hallgrímsson, gagnrýndur fyrir ummæli sín í HM-stofunni:
Áhugaverð ummæli hjá Ásgeiri Erni í HM-stofunni sem segist gera þær kröfur að leikmenn landsliðsins geti spilað 2x 60mínútur á þremur dögum. Dagur og Logi gerðu vel og komu með staðreyndir sem sanna það að þessi ummæli eru ótrúleg. Allir léttir. Einar. pic.twitter.com/VfjrrR7Xlm
— Arnar Daði (@arnardadi) January 16, 2023
Handboltasérfræðingar virðast hins vegar sannfærðir um öruggan sigur gegn S-Kóreru í dag:
Suður-Kórea verður engin fyrirstaða í dag. Menn munu stíga fast á pedalann. 10-12 marka sigur. Óskandi að Viggó, Óðinn Þór, Hákon Daði og Donni stimpli sig hressilega inn.
— Davíð Már (@DavidMarKrist) January 16, 2023
110% fókus hjá okkar mönnum. Stór dagur. #hmruv pic.twitter.com/m7XT3iQTIc
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 16, 2023
Þetta verður vonandi góður dagur. pic.twitter.com/b2s8Mz3iat
— Henry Birgir (@henrybirgir) January 16, 2023
Hafliði Breiðfjörð er ánægður með Óðinn Þór:
Óðinn er svo frábær í handbolta. Kominn með 8 mörk í fyrri hálfleik. Mætti spila meira með landsliðinu, deila tímanum meira með Sigvalda svo báðir séu ferskir. pic.twitter.com/db19juo5fb
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) January 16, 2023
Fannar hefur eitthvað að athuga við búning S-Kóreumanna:
Af hverju eru kóresku strákarnir í svona oversized bolum? #hmruv23 pic.twitter.com/8mYgqevEOn
— Fannar Api (@fannarapi) January 16, 2023
Sérfræðingar RÚV í HM-stofunni eru ánægðir með fyrri hálfeikinn og nýir leikmenn sem komu inn í liðið núna eru sagðir hafa staðið sig vel. Logi Geirsson segir að lykillinn að því að Ísland geti farið alla leið í mótinu sé að Viktor Gísli Hallgrímsson blómstri í markinu en hann hefur, sem fyrr segir, varið 10 skot í fyrri hálfleiknum.