fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Hótaði lögreglumönnum og reyndi að bíta þá – Vímaður ökumaður reyndi að stinga af

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 05:32

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 01.45 í nótt var tilkynnt um mann sem væri að hoppa ofan á þaki bifreiðar í Miðborginni. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þegar þangað var komið hótaði hann lögreglumönnum lífláti og reyndi að bíta þá. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan 22 í gærkvöldi sáu lögreglumenn hvar bifreið var ekið gegn rauðu ljósi. Þeir gáfu ökumanni merki um að stöðva aksturinn en hann virti þau ekki og reyndi að stinga af. Að lokum stöðvaði hann aksturinn og reyndi þá að komast undan á hlaupum en hafði ekki árangur sem erfiði. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Auk þess var hann eftirlýstur vegna mála sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á fimmta tímanum í gær var tilkynnt um bifreið utan vegar. Tveir menn reyndust hafa verið í bifreiðinni og eru þeir báðir grunaðir um að hafa verið undir áhrifum vímuefna. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum og annar var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum vímuefna auk þess að vera sviptur ökuréttindum.

Tilkynnt var um ræktun kannabisefna í íbúð í fjölbýlishúsi. Lögreglan kannað málið og komst að því að tilkynningin var ekki á rökum reist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg