fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Einn færasti dómari veraldar óttast útskúfun eftir pólitískan aktívisma á heimsmeistaramótinu í Reykjavík

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 14:30

Shohreh Bayat

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranski skákdómarinn Shohreh Bayat vakti talsverða athygli á Heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák sem fór fram í Reykjavík í lok október í fyrra. Ekki aðeins vegna þess að Bayat sinnti starfi sínu af stakri prýði heldur vegna þess að hún mætti flesta keppnisdagana í klæðnaði sem sendi skýr pólitísk skilaboð sem er frekar óvenjulegt á sterkustu skákmótum heims. Í samtali við CNN greinir hún frá því að hún óttist hún nú að þessi hóflegi aktívismi hennar muni leiða til þess að hún verði útilokuð frá störfum skákdómara í helstu mótum heims en forseti FIDE, Rússinn Arkadí Dvorkovich, bannaði henni persónulega að senda pólitísk skilaboð þegar mótið fór fram í Reykjavík.

Sneri ekki aftur heim eftir að neita að klæðast slæðu

Bayat þykir afar fær og frambærilegur skákdómari. Hún er fædd í Íran en er af kúrdísku bergi brotin. Hún hefur ekki snúið heim til heimalands síns í tæp þrjú ár eftir að hún ákvað að hylja ekki hár sitt með slæðu við störf sín í heimsmeistaramóti kvenna sem fram fór í Kína og Rússlandi árið 2020. Hún uppskar mikla gagnrýni í heimalandi sínu fyrir uppátækið og hefur metið það sem svo að henni sé ekki óhætt að snúa aftur heim. Í dag býr hún í London ásamt eiginmanni sínum.

Bayat, sem er 35 ára gömul, var eins og áður segir valin til þess að sinna störfum skákdómara á HM í Fischer-slembiskák þar sem stórstjörnur eins og Magnus Carlsen, Ian Nepomniachtchi og Hikaru Nakamura bárust á banaspjótum. Mótið vakti talsverða athygli víða um heim og voru allir fimm keppnisdagarnir í beinni útsendingu á RÚV.

Þar vakti Bayat verðskuldaði athygli en fyrsta daginn klæddist hún bol með áletrun þar sem lýst var yfir stuðningi við baráttuna kvenna í Íran. Um svipað leyti voru miklar óeirðir í Íran vegna dauða Mahsa Amini og eðli málsins samkvæmt var Bayat mjög umhugað um að styðja við þá baráttu.

Bannað að mæta í bol með slagorði

„Saga hennar er lík minni sögu. Þess vegna ákvað ég að vekja athygli á mannréttindabaráttu kvenna í Íran og klæddist bol sem á stóð Kona Líf Frelsi (e. Woman Life Freedom)“ segir Bayat í samtali við CNN. Hún hafi mætt hún hafa mætt í bolnum fyrsta daginn en fengið þá óformleg skilaboð frá starfsmanni FIDE- alþjóða skáksambandsins, um að klæðast ekki slíkum bol aftur.

Bayat taldi ekkert í reglubók FIDE segja að hún mætti ekki klæðast slíkum fatnaði  og mætti aftur í bolnum næsta daga sem varð til þess að starfsmaður FIDE kom á framfæri hennar beiðni frá Arkadij Dvorkovich, forsetaFIDE,  um að klæðast ekki bolnum aftur. Dvorkovich mætti sjálfur til Íslands til þess að vera viðstaddur mótið en Bayet segir hann ekki hafa rætt við sig augliti til auglitis en þess í stað fékk hún einnig skilaboð frá honum á Whatsapp þar sem hann bað hana um að nota ekki viðburði FIDE í pólitískum tilgangi.

Bayat segist hafa orðið fokreið en í stað þess að skrifa einhver tilfinningarík skilaboð til forsetans hafi hún svarað að hún myndi ekki mæta í bolnum aftur. Það hafi þó verið með semingi enda bendir Bayat á að alþjóða skáksambandið hreyki sér af því að virða mannréttindi og stuðla að því í hvívetna að þau séu virt. „Ég komst því að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki verið ég sem var að gera skákina pólitíska heldur Arkadij,“ segir Bayet.

Klæddist fánalitum Úkraínu næsta dag

Næsta dag fór hún því út í verslun í Reykjavík, keypti jakka, bol og pilsi í bláu og gulu úkraínsku fánalitunum og mæti í fötunum í næstu umferð. Skilaboðin voru skýr og þau voru sérstaklega kröftug í ljósi þess að Dvorkovich er fyrrum forsætisráðherra Rússlands í forsetatíð Dmitry Medvedev.

Bayat segir í samtali við CNN að ekkert hafi verið amast við þessum klæðnaði hennar á meðan mótinu stóð en síðan þá hafi hún ekki fengið atvinnutilboð um að starfa við skákstjórn á vegum FIDE þrátt fyrir að hafa fengið viðurkenningu sem besti skákdómari ársins í Evrópu á síðasta ári. Þá hafi henni verið útskúfað úr skákdómaranefnd FIDE og hafi fulltrúi sambandsins tilkynnt henni, í skilaboðum sem CNN fékk að sjá, að það hafi verið útaf klæðnaði hennar í Reykjavík.

Í fréttinni kemur fram að í formlegu svari frá FIDE segi sambandið að Bayat hafi ekki verið útilokuð frá störfum. Margir alþjóðlegir skákdómarar séu um hituna og því sé eðlilegt að skipta mótum á milli þeirra. Þá segir í formlegu svari að innan raða FIDE sé virðing borin fyrir baráttu Bayet en það hafi ekki verið við hæfi að dómari stæði í slíku á heimsmeistaramóti.

Stærstu skákstjörnur heims hafa vakið athygli á baráttu Bayat, þar á meðal bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura sem landaði heimsmeistaratitlinum í Reykjavík. Hann vakti athygli á málinu á Twitter þar sem hann nýtur mikilla vinsælda og endurtísti þar skilaboðum Peter Heine Nielsen, þjálfara stórstjörnunnar Magnus Carlsen.

Eins og áður segir er Dvorkovich, sem var fyrst kjörinn forseti FIDE árið 2018, innvígður og innmúraður í Kreml enda gegndi hann embætti forsætisráðherra landsins árin 2012 – 2018. Hann hefur gefið það út að náið samband sitt við rússnesk stjórnvöld muni ekki hafa áhrif á störf hans fyrir FIDE auk þess sem hann hefur gefið það út að hann hafi opinberlega sett spurningamerki við stríðið í Úkraínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir