fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Varkárni Guðmundar – „Jafnvel þó að Ísland væri að keppa við versta lið í heimi myndi hann segja leikmönnum að passa sig“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, segir í viðtali við sænska miðilinn Handbollskanalen að Ísland tefli nú fram hæfileikaríkasta liði sínu fyrr og síðar. Segir hann auðelt að skilja hvers vegna svona mikil umræða sé um liðið að þessu sinni og eftirvænting fyrir mótinu í hæstu hæðum meðal þjóðarinnar.

„Liðið sýndi á EM á síðasta ári hvers megnugt það er þrátt fyrir ótrúleg vandamál viðvíkjandi covid. Núna er þetta fremur unga lið orðið árinu eldra, ári ríkara af reynslu og einu ári betra,“ segir Einar Örn við sænska handboltamiðilinn.

Síðan segir:

„En ekki eru allir ánægðir með að rætt sé um Ísland sem eitt af liðunum sem eiga möguleika á að komast í undanúrslit. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur gagnrýnt íslenska fjölmiðla fyrir að, að hans mati, setja of mikla pressu á liðið.“

Einar Örn hefur þetta að segja um málið:

„Hann hefur alltaf verið svona. Hann reynir að minnka væntingarnar í kringum íslenska liðið, halda leikmönnum á jörðinni og sjá til þess að þeir trúi ekki fagurgalanum. Hann talar líka alltaf upp andstæðinginn. Jafnvel þó að Ísland væri að keppa við versta lið í heimi myndi hann segja leikmönnum að passa sig. Þannig er hann bara og þetta er það sem búast mátti við.“

Ísland hefur leik á HM í kvöld gegn Portúgal kl. 19:30. Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV en DV mun greina frá viðbrögðum þjóðarinnar við frammistöðu strákanna í hálfleik og eftir leik.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga