fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Barðist gegn nauðgara sínum og tókst að flýja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 11:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn manni sem ákærður er fyrir nauðgun. Í nafnhreinsaðri ákæru héraðssaksóknara í málinu, sem DV hefur undir höndum, kemur fram að konan barðist gegn ofbeldismanninum og tókst að komast undan honum, þó ekki án þess að manninum tækist að brjóta gegn henni. Í ákæru segir:

„…með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins […] […], á […], farið í heimildarleysi inn á […] þar sem […..], kennitala […..], lá sofandi, og með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við […..], en ákærði afklæddi sig og fór upp í rúm til […], lagðist ofan á hana og hélt henni fastri, kyssti hana á munninn og um allan líkamann, þuklaði líkama hennar, meðal annars kynfæri og brjóst, setti fingur endurtekið inn í leggöng hennar og reyndi að þröngva getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar, en […..] sagði ákærða að hún vildi þetta ekki og barðist á móti honum meðal annars með því að reyna að ýta honum af sér og klemma saman lærin, en […] náði svo að komast undan ákærða og flýja út úr herberginu.“

Konan gerir kröfu um 5 milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar sem hún hefur orðið fyrir nú þegar vegna málsins, upp á 415 þúsund krónur.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag