fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hryllingur á nýársnótt – Blóðbaðið á Faxabraut loksins fyrir dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 10:00

Frá Faxabraut. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýársnótt fyrir þremur árum urðu hópslagsmál á götunni Faxabraut í Reykjanesbæ. Blóðug slagsmál, lífshættulegar hnífstungur fyrir utan heimili eins af mönnunum sem tóku þátt í átökunum. Hnefahögg, spörk og glerflaska brotin á árásarþola. Fjarlægja þurfti milta úr einum árásarþolanum og hefur maður, fertugur að aldri, verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, eftir átökin.

Mál þetta verður þingfest í Héraðsdómi í Reykjaness í vikunni og má því búast við aðalmeðferð, þ.e. hinum eiginlegu réttarhöldum, eftir nokkar vikur eða mánuði.

Maðurinn sem fjarlægja þurfti milta úr eftir hnífstungu er fæddur árið 2001.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en hún var gefin út 17. nóvember 2022. Ákæran lýsir heiftarlegum átökum fjögurra manna, þar sem tveir eru um fertugt og tveir um tvítugt. Sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps er fæddur árið 1982 og er sagður hafa lagt ítrekað til unga mannsins með vasahníf með 6,3 cm löngu blaði. Brotaþolinn hlaut samtals fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað. Hann hlaut annan áverka sem olli loftbrjósti. Síðan segir í ákæru:

„Skurðsárin voru eftirtalin; 10 sm breytt stungusár undir hægri holhönd, 2,5 sm langt stungusár efst til hægri á framanverðum kvið, 1,5 sm langt sár í vinstri holhönd, um 4 sm breytt og L-laga sár fyrir ofan mjaðmakamb sem náði í gegnum kviðvegg og í gegnum miltað, og sár beint fyrir ofan mjaðmakamb sem náði ekki í gegnum kviðvegg.“

Allir gerendur og þolendur

Allir eru mennirnir fjórir sakaðir um hættulegar líkamsárásir í þessum átökum og allir eru þeir taldir upp sem árásarþolar. Þeir gera allir kröfur um miskabætur hver á annan en hæstu bótakröfuna gerir sá sem missti miltað, á þann sem sakaður er um tilraun til manndráps. Hann vill tæplega 4,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar, sérfræðikostnaðar og munatjóns.

Hinir gera kröfur um bætur hver á annan upp á frá 600 þúsund krónur upp í 1,6 milljónir. Ef allir verða sakfelldir og dæmdir bótaskyldir vaknar sú spurning hvort bótum verði e.t.v. skuldajafnað?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“