fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Skessumálið í Eyjum – Segja myndir sanna að ÍBV ljúgi – Haraldur stóð fyrir framan skessuna á undirbúningskvöldinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. janúar 2023 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttuhópurinn Öfgar hefur birt skjáskot úr fréttum RÚV sem sýnir Harald Pálsson, framkvæmdastjóra ÍBV, standa fyrir framan umtalaða skessu eftir að letrað hafði verið á hana „Edda Flak“, á undirbúningskvöldi fyrir Þrettándagleði ÍBV.

Mannlíf greindi fyrst frá þessu máli sem hefur mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring og var málið meðal annars tekið fyrir í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld. Þrettándagleði ÍBV var auglýst með þessum orðum:  „Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.“

Hefð er fyrir því að stilla upp tröllskessum á skemmtuninni sem eru eftirmyndir lifandi fólks. Mörg undanfarin ár hefur Páley Borgþórsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, verið fyrirmynd skessunnar en að þessu sinni voru það Heimir Hallgrímsson, knattspyrnuþjálfari, sem klæddur var í arabískan fatnað og Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi og baráttukona, en á skessuna sem á að vera eftirmynd hennar er letrað uppnefnið „Edda Flak“.

Í viðtölum við fjölmiðla um helgina má skilja á Haraldi Pálssyni, framkvæmdastjóra ÍBV, að hann hafi ekki vitað af uppátækinu, en hann segir í viðtali við RÚV að ekki hafi verið ásetningur að vera með leiðindi í garð Eddu Falak.

„Við vissum ekki að það stæði til að merkja aðra skessuna Eddu Flak. Hóparnir setja, í raun og veru skessurnar um á malarvöll og þegar gangan kemur upp á malavöllinn þá eru þær staðsettar þar,“ sagði Haraldur í viðtali við RÚV. Öfgar segja að þetta séu ósannindi og birta skjáskot úr frétt RÚV þar sem sýnt er frá undirbúningskvöldi þrettándagleðinnar en Haraldur virðist þar ganga inn í mynd beint fyrir framan skessuna. Öfgar skrifa á Twitter:

„Á meðfylgjandi myndum má sjá Harald Pálsson ganga um smiðjuna á undirbúningskvöldinu, sem staðfest er af RÚV og standa fyrir framan umrædda skessu eftir að ritað hafði verið á hana. Hættið að ljúga ÍBVsport. Þið ættuð að vera búin að kynnast því að Öfgar komast að öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“