fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Maður þungt haldinn eftir hnífstunguárás í Mosfellsbæ í gærkvöld – Lögregla staðfestir að götum hafi verið lokað vegna málsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. janúar 2023 10:46

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á tíunda tímanum í gærkvöld var tilkynnt um mann með stunguáverka í íbúð í Mosfellsbæ. Lögregla og sjúkralið brugðust við þessu og maðurinn var fluttur með hraði, þar sem lögreglutæki voru notuð til að greiða fyrir ferð sjúkrabílsins, á spítala. Einnig á vettvangi var handtekinn karlmaður sem er í haldi lögreglu,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er DV falaðist eftir upplýsingum um alvarlega stunguárás í Mosfellsbær í gær.

RÚV greinir fyrst frá málinu.

Ásgeir gat ekki tjáð sig um líðan brotaþolans en samkvæmt heimildum DV er hann á lífi. Ekki er vitað meira um líðan hans.

Málið er á borði miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. Þar fengust þau svör að rannsókn málsins væri í fullum gangi og hafi farið strax af stað eftir að lögregla kom á vettvang.. „Við erum að skoða þetta og ná utan um þetta,“ svaraði fulltrúi sem vildi ekki láta nafns síns getið og sagðist ekki geta tjáð sig frekar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Í gær

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna