Einn þeirra ók á umferðarljós í Grafarvogi. Hann var vistaður í fangageymslu. Einn ók á ljósastaur í Garðabæ og af vettvangi. Hann náðist skömmu síðar og var vistaður í fangageymslu. Á Kjalarnesi varð árekstur tveggja bifreiða og er ökumaður annarrar þeirra grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangaklefa. Engin slys urðu á fólki. Sá fjórði hringdi í lögregluna og sagðist hafa ekið út af í Mosfellsbæ og óskaði eftir aðstoð. Þegar lögreglan kom á vettvang vaknaði grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og í kjölfarið vistaður í fangageymslu.
Í Laugardalshverfi var einn handtekinn í fjölbýlishúsi vegna líkamsárásar. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.
Í Miðborginni var tilkynnt um rúðubrot á skemmtistað og ölvaður maður var vakinn þar sem hann svaf ölvunarsvefni inni í leikjasal. Honum var komið í húsaskjól.
Í Hafnarfirði datt maður vegna hálku og var hann fluttur á bráðadeild með sjúkrabifreið.
Ofurölvi maður truflaði umferð í Hafnarfirði. Var honum komið til síns heima.
Í Mjóddinni vísuðu lögreglumenn ungum drengjum út úr strætisvagni en þeir höfðu verið til vandræða í honum.
Í Kópavogi var ökumaður handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.