fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Fjórir vímaðir ökumenn lentu í óhöppum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 05:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir ökumenn, sem eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, lentu í umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.

Einn þeirra ók á umferðarljós í Grafarvogi. Hann var vistaður í fangageymslu. Einn ók á ljósastaur í Garðabæ og af vettvangi. Hann náðist skömmu síðar og var vistaður í fangageymslu. Á Kjalarnesi varð árekstur tveggja bifreiða og er ökumaður annarrar þeirra grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangaklefa. Engin slys urðu á fólki. Sá fjórði hringdi í lögregluna og sagðist hafa ekið út af í Mosfellsbæ og óskaði eftir aðstoð. Þegar lögreglan kom á vettvang vaknaði grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og í kjölfarið vistaður í fangageymslu.

Í Laugardalshverfi var einn handtekinn í fjölbýlishúsi vegna líkamsárásar. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Í Miðborginni var tilkynnt um rúðubrot á skemmtistað og ölvaður maður var vakinn þar sem hann svaf ölvunarsvefni inni í leikjasal. Honum var komið í húsaskjól.

Í Hafnarfirði datt maður vegna hálku og var hann fluttur á bráðadeild með sjúkrabifreið.

Ofurölvi maður truflaði umferð í Hafnarfirði. Var honum komið til síns heima.

Í Mjóddinni vísuðu lögreglumenn ungum drengjum út úr strætisvagni en þeir höfðu verið til vandræða í honum.

Í Kópavogi var ökumaður handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks