fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Harður árekstur á Suðurlandsvegi – 9 fluttir með flugi til Reykjavíkur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harður árekstur varð milli fólksbifreiðar og jeppabifreiðar á Suðurlandsvegi við Öldulón austan Fagurhólsmýrar um kl. 14:00 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef lögreglunnar.

Samkvæmt lögreglunni voru 9 manns í bílunum og voru allir fluttir með flugi til Reykjavíkur. Lögreglan gerir ráð fyrir því að tvær þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar verði notaðar til að flytja fólkið til höfuðborgarinnar en það verður sótt til Hafnar.

„Allir eru með góð lífsmörk,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að veginum hafi verið lokað á meðan á vinnu á vettvangi stóð en að nú sé verið að hreinsa til á veginum og undirbúa opnun.

„Hinsvegar má gera ráð fyrir umferðartöfum eitthvað áfram. Mikil hálka var á vettvangi í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“