fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Úkraínumenn hafa náð Kupjansk á sitt vald

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 07:32

Úkraínskir hermenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa náð bænum Kupjansk á sitt vald eftir að þeim tókst að hrekja rússneskar hersveitir frá víglínunni austan við ána Oskil sem rennur í gegnum bæinn.

AFP skýrir frá þessu en fréttamaður frá fréttastofunni er á staðnum.

Fyrir stríð bjuggu tæplega 30.000 manns í Kupjansk.

Úkraínski herinn hóf stórsókn í Kharkiv fyrr í mánuðinum og hefur eins og áður sagði nú náð Kupjansk á sitt vald. Bærinn er hernaðarlega mikilvægur því um hann liggur fjöldi járnbrautarteina.

Rússneskum hersveitum tókst að halda stöðu sinni á austurbakka Oskil þar til í gær þegar úkraínskir skriðdrekar og brynvarin ökutæki sáust á austurbakkanum. AFP segir að úkraínskir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar hafi strax byrjað að flytja neyðarbirgðir fyrir almenning yfir ána eftir göngubrú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“