fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. september 2022 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok blaðamannafundar lögreglu um rannsókn á hinu svokallaða hryðjuverkamáli fengu fjölmiðlar að mynda hluta þeirra skotvopna sem lögreglan haldlagði við rannsókn málsins. Um er að ræða alls 4 skotvopn sem lögreglan sýndi fjölmiðlum, auk skotfæra.

Gæsluvarðhald yfir öðrum manninum sem var handtekinn við rannsókn málsins átti að renna út í dag en á blaðamannafundinum greindi lögregla frá því að það gæsluvarðhald yfir þeim manni hafi verið framlengt um eina viku.

Lesa meira: Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, sagði frá því á fundinum að alls hafi verið gerðar 17 húsleitir vegna rannsóknar málsins. 60 munir með rafrænum gögnum, það er tölvur og símar, voru haldlagðir í húsleitunum, þar að auki voru tugir skotvopna haldlögð, sum sett saman með þrívíddarprentuðum íhlutum og voru sum þeirra hlaðin.

Sveinn benti á að enginn vafi léki á því að hægt væri að valda gífurlegum skaða með vopnum sem framleidd eru með þrívíddarprentara. Sumum vopnanna hafði verið breytt þannig að þau yrðu hálfsjálfvirk, en Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir slík vopn mun hættulegri en svokölluð „eins skots vopn“.

Lögregla vill ekki svara því hve langt skipulagning meintra hryðjuverka var komin, til dæmis hvort mennirnir hafi legið yfir teikningum að byggingum þar sem til stóð að fremja hryðjuverk. Sveinn sagði aðspurður að ekki hefði áður vaknað grunur umskipulagningu hryðjuverka við rannsóknir sakamála.

„Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki,“ sagði Sveinn.

Nánar má lesa um blaðamannafundinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“