fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Allt logar í Digraneskirkju – Formaður sóknarnefndar sakaður um ofbeldi – Sóknarnefndin vill fá séra Gunnar aftur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 09:00

Séra Gunnar Sigurjónsson fær ekki að snúa aftur til starfa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að allt logi í Digraneskirkju þessa dagana. Nýlega vék Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, séra Gunnar Sigurjónssyni úr embætti í kjölfar niðurstöðu óháðs teymis kirkjunnar sem taldi Gunnar hafa gerst sekan um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti gegn sex konum.  En þetta hefur engin áhrif á sóknarnefndina sem vill fá séra Gunnar aftur til starfa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Valgerði Snæland Jónsdóttur, formanni sóknarnefndarinnar, að nefndin sé einhuga um að vilja fá séra Gunnar aftur til starfa. „Það er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum, en þetta er bara verkefni sem við þurfum að vinna. Digraneskirkja á eftir að blómstra eins og hún hefur gert síðastliðin 30 ár undir stjórn séra Gunnars Sigurjónssonar sóknarprests,“ sagði hún.

Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður í Digraneskirkju, ber Valgerði ekki góða sögu og sakar hana um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustaðnum. Segir hún að Valgerður og önnur kona hafi meðal annars kreist hana á milli sín. „Ég stóð þarna, milli þessara kvenna, og þetta var svo ógeðslegt að ég get ekki lýst því. Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ hefur Fréttablaðið eftir henni.

Þegar blaðamaður Fréttablaðsins spurði Valgerði út í þetta sleit hún símtalinu.

Nánar er fjallað um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Goddur lést á Biskupstungnabraut

Goddur lést á Biskupstungnabraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“