fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rússar hóta kjarnorkuvopnum – enn einu sinni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. september 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn einu sinni hóta Rússar að grípa til kjarnorkuvopna vegna stríðsins í Úkraínu. Að þessu sinni kom viðvörunin frá Dmitry Medvedev,  fyrrverandi Rússlandsforseta sem er nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu.

Hans viðvörun var þó ólík öðrum sem hafa komið þar sem hann spáir því að hernaðarbandalagið NATÓ muni ekki hætta á kjarnorkustríð og muni því ekki stíga inn í stríðið í Úkraínu, jafnvel þó Rússland beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínu.

„Ég trúi því að NATÓ muni ekki hafa bein afskipti af stríðsrekstrinum jafnvel í þeim aðstæðum,“ sagði Medvedev á Telegram. Hann telur að NATÓ ríkin verði of hrædd við mögulega kjarnorkustyrjöld og þær hrottalegu afleiðingar sem slíkt myndi hafa fyrir heiminn – til að skipta sér af ef Rússland beiti þeim í stríðsrekstri þeirra í Úkraínu.

Medvedev hefur ítrekað sagt að Rússland eigi rétt á því að vernda rússneskt yfirráðasvæði með kjarnorkuvopnum ef þeim verði ýtt út í horn og hefur sagt að þarna sé ekki verið að hóta heldur að lofa.

„Ímyndum okkur að Rússland verði tilneytt að nota hræðilegustu vopnin gegn úkraínsku stjórninni sem hefur staðið fyrir gríðarlegum ógnunum sem eru hættuleg tilveru ríkis okkar,“ sagði Madvedev á Telegram.

Um 90 prósent kjarnorkuvopna í heiminum eru í eigu Rússlands og Bandaríkjanna og samkvæmt stefnu Rússlands er forsetanum heimilt að fyrirskipa notkun þessara vopna gegn utanaðkomandi ógn gegn landinu. Rússland á 5.977 kjarnorkuvopn á meðan Bandaríkin eiga 5.428, Kína á 350, Frakkland 290 og Bretland 225 samkvæmt bandalagi amerískra vísindamanna.

Nú stendur yfir kosning um innlimun hernumda svæða í Úkraínu inn í Rússland og hafa rússnesk yfirvöld komið því skýrt á framfæri að eftir innlimun verði litið á þau svæði sem innlimuð verða sem rússneskt yfirráðasvæði og verði það verndað með öllum mögulegum hætti. Þar á meðal kjarnorkuvopnum ef til þess þurfi að koma.  Vesturlönd hafa verið dugleg að benda á að sú kosning sem nú er í gangi um innlimun sé ólögleg og að niðurstaðan hafi þegar verið ákveðin.

Margir telja að ítrekaðar hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna undanfarið sé tilraun Pútíns til að hræða Vesturlönd frá því að styðja frekar við Úkraínu.

„Ég verð að minna ykkur aftur á – fyrir þessi heyrnarlausu eyru sem heyra bara í sjálfum sér. Rússland hefur rétt á að nota kjarnorkuvopn ef það er nauðsynlegt,“ sagði Medvedev enn fremur.

Reuters greinir frá 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum