fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Á yfir höfði sér bann frá eigin liði út af kynferðislegu sambandi við starfsmann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. september 2022 09:00

Ime Udoka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ime Udoka, þjálfari körfuboltaliðsins Boston Celtics í NBA-deildinni á mögulega yfir höfði sér langt bann vegna samskipta við kvenkyns starfsmann liðsins.  Hið meinta brot snýst um kynferðislegt samband Udoka og konunnar en þrátt fyrir að báðilar aðilar hafi tekið þátt af fúsum og frjálsum vilja þá er um að ræða brot á starfsreglum körfubolta liðsins.  NBA-sérfræðingurinn Adrian Wojnarowski á ESPN-sjónvarpsstöðinni greindi frá málinu en talið er líklegt að yfirstjórn Boston Celtics muni komast að þeirri niðurstöðu að setja Udoka í bann, jafnvel allt næsta tímabil.

Ekki er talið líklegt að Udoka verði rekinn frá liðinu. Hann náði ágætum árangri með Celtics á síðasta NBA-tímabili og kom liðinu alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið beið lægri hlut fyrir ofurliði Golden State Warriors.

NBA-tímabilið hefst um miðjan október en fyrsti leikur Boston Celtics er gegn Philadelphia 76ers þann 18. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“