fbpx
Sunnudagur 04.desember 2022
Fréttir

Eldur kviknaði í húsnæði Lava Show á Granda

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. september 2022 13:00

Hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt, klukkan 3:21, kviknaði eldur í strompi í húsnæði við Fiskislóð 73 þar sem stendur til að opna margverðlaunuðu hraunsýninguna Lava Show þann 1. október næstkomandi.

Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi.

„Við erum að rannsaka orsök eldsins og erum með líklega tilgátu. Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Lava Show.

Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Sýningin í Vík hefur fengið fádæma viðtökur gesta og til stendur að opna Lava Show í Reykjavík innan tíðar.

Sjá einnig: Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni í „rassastrokumálinu“

Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni í „rassastrokumálinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeita gómaði tvo íslenska menn sem héldu að þeir væru að tala við 14 ára stelpu – „Ég ætlaði aldrei að sofa hjá henni, ég vildi bara að kynnast henni“

Tálbeita gómaði tvo íslenska menn sem héldu að þeir væru að tala við 14 ára stelpu – „Ég ætlaði aldrei að sofa hjá henni, ég vildi bara að kynnast henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áróðursmeistari Pútíns hvetur til árása á Noreg

Áróðursmeistari Pútíns hvetur til árása á Noreg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snjallir Úkraínumenn blekkja Rússa með snjöllum brellum og eftirlíkingum

Snjallir Úkraínumenn blekkja Rússa með snjöllum brellum og eftirlíkingum