fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Skákdramað heldur áfram – Heimsmeistarinn Carlsen gafst upp eftir einn leik gegn meinta svindlaranum Niemann

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 19. september 2022 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit hefur skáksamfélag heimsins nötrað undanfarna daga eftir að Magnus Carlsen, heimsmeistarinn í skák, hætti í Sinquefield-mótinu í St. Louis í Bandaríkjunum, eftir að hafa tapað fyrir bandaríska stórmeistaranum Hans Niemann í þriðju umferð mótsins. Ýjaði Carlsen að því undir rós að Niemann hafi svindlað gegn sér og síðan hefur sannkallaður frétta- og samfélagsmiðlastormur ríkt meðal skákmanna sem hefur meðal annars orðið til þess að vangaveltur um að Niemann hafi troðið kynlífstólum upp í óæðri endann til að hafa heimsmeistarann undir hafa orðið háværar.

En dramað heldur áfram. Mótadagskrá bestu skákmanna heims er stíf og nú stendur yfir Julius Baer-mótið, þar sem að 16 heimsklassa skákmenn tefla um digra sjóði. Um er að ræða mót sem teflt er á netþjóninum Chess24 og Microsoft Teams, með ströngum öryggisreglum. Hafa skákáhugamenn beðið mótsins með talsverðri eftirvæntingu því að fyrir lá að Carlsen og Niemann myndu mætast að nýju.

Carlsen fór vel af stað og valtaði yfir mann og annan á fyrsta degi mótsins og var í forystu eftir hann, með 10 stig, á meðan Niemann var í hópi keppenda með 9 stig í öðru sæti mótsins Í fyrstu skák seinni dagsins gerði Carlsen jafntefli en Niemann tapaði og þar með var Carlsen með 11 stig en Niemann áfram með 9 stig. Teflt er eftir óhefðbundnu fótboltafyrirkomulagi þannig að skákmenn fá 3 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli og ekkert fyrir tap.

Mikil eftirvænting var fyrir viðureign þeirra og hófst skákin á því að Niemann  lék peði sínu til d4 sem Magnus svaraði með Rf6. Niemann lék þá c4 og þá gerði Carlsen sér lítið fyrir og gafst einfaldlega upp hleypti Niemann þar með fram úr sér í mótinu.  Niemann hefur því 12 stig en Carlsen 11 stig. Indverski stórmeistarinn Erigaisi hefur nýtt sér þetta með því að taka forystuna í mótinu með 15 stig.

Næsta umferð mótsins hefst eftir nokkrar mínútur og nú bíða allír í ofvæni eftir því hvort að Carlsen mæti til leiks eða ekki. Það verður þó að teljast ólíklegt enda vissi heimsmeistarinn fyrir mótið að hann þyrfti að tefla við Niemann aftur.

Uppfært kl.18:00: Carlsen mætti til leiks í næstu umferð gegn bandaríska-armenska ofurstórmeistaranum Levon Arionian eins og ekkert hafi í skorist.

Bein útsending frá mótinu

Óhætt er að segja að allt logi nú á samfélagsmiðlum vegna málsins og sýnist sitt hverjum um þá óvirðingu sem Carlsen hefur sýnt andstæðingi sínum sem er í raun einstæð í skáksögunni. Með öllu ósannað er að Niemann hafi svindlað í keppni við bestu skákmenn heims þó að hann hafi viðurkennt ákveðin bernskubrek á netinu

Telja margir því að heimsmeistarinn sé að koma afar illa fram við Bandaríkjamanninn og sé að rústa mannorði hans án þess að nægilegar sannanir séu fyrir hendi.

Hér má sjá atvikið ótrúlega

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu