fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Guðfaðir Flokks fólksins á Akureyri hafi sagst bara leggja hendur á konur í rúminu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. september 2022 16:23

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson. Skjáskot/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konurnar þrjár sem skipuðu efstu sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í vor, og hafa lýst ofbeldi, kynferðislegri áreitni og einelti af hálfu forystumanna flokksins, boðuðu til blaðamannafundar í dag.

Konurnar, þær Mál­fríður Þórðar­dóttir, Tinna Guð­munds­dóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, boðuðu til blaðamannafundar með innan við klukkustundar fyrirvara í dag en sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á Vísir.is

Þar sögðu þær sig knúnar til að stíga fram eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun og ávirðingar í þeirra garð.

Eftir að konurnar stigu fram var stutt í að efstu karlar á lista flokksins stigu einnig fram. Þar er um að ræða þá Brynjólf Ingvarsson, geðlækni og oddvita flokksins á Akureyri, og Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans.

Málfríður, Tinna og Hannesína. Mynd/Flokkur fólksins

Karlarnir vildu afsökunarbeiðni

Þeir skrifuðu grein á Akureyri.net með yfirskriftinni „Konurnar eru að segja ósatt og varaformaður lætur hafa sig að fífli“ en það var upphaflega varaformaður Flokks fólksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, sem sagði frá áreitni og ofbeldi í garð kvenna í flokknum fyrir norðan.

Í greininni sögðu þeir Brynjólfur og Jón að yfirlýsing kvennanna væri „fjarri öllu sanni sem hugsast getur“ og krefjast þeir afsökunarbeiðni frá þeim. Þá neita þeir því að hafa kallað þær vitlausar eða geðveikar.

Á blaðamannafundinum í dag töluðu konurnar um samskipti sín við Brynjólf og Jón en einnig um samskipti við Hjörleif Hallgríms Herbertsson sem skipar 22. sæti á listanum, og þau samskipti hafi ekki verið góð.

Hjörleifur sagðist í viðtali við RUV á dögunum vera guðfaðir lista Flokks fólksins á Akureyri og að hann frábæði sér allar ásakanir um kynferðislega áreitni. Þar spurði fréttamaður Hjörleif hvort konurnar hafi túlkað tilraunir hans til að útkljá málin sem einhvers konar áreitni. Hjörleifur svarar: „Ég skal ekki segja um það því ég tel að þetta sé ekki normalt hjá þeim sko. Þær eru ekki heilbrigðar, hvernig þær láta. Í gamla daga klappaði maður kannski stelpu á rassinn án þess að maður væri sakaður um kynferðisofbeldi, það hefði aldrei skeð svoleiðis með mig gagnvart þeim, ég hefði aldrei snert þær einu sinni en þetta væru breyttir tímar og þetta væri bara svona.“

Sagðist leggja hendur á konur í rúminu

Tinna segir að Hjörleifur hafi sagt við sig að hann hafi aldrei lagt hendur á konur nema í rúminu og hafi hann hvatt hana til að koma sem oftast í heimsókn.

Hannesína segir að hann hafi hringt mjög oft í sig, hafi sýnt henni óþægilega framkomu sem hafi valdið henni vanlíðan.

Þegar hún var að safna undirskriftum fyrir framboðið í vor hafi hún til að mynda ekki þorað að vera ein með Hjörleifi. Þannig treysti hún sér ekki til að skila honum undirskriftunum persónulega heldur hafi hún sett þær inn um bréfalúguna hjá honum og hlaupið í burtu.

Þá sögðu þær að það hafi aðeins verið Hjörleifur sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, en ekki Brynjólfur og Jón. Þeir tveir hafi hins vegar verið meðvitaðir um hegðun hans í garð kvennanna en ekkert aðhafst. Allir þrír hafi þeir síðan áreitt þær og beitt þær andlegu ofbeldi.

Til að mynda hafi Brynjólfur og Jón ekki boðað þær á fundi með fulltrúum minnihlutans í bæjarfélaginu þegar bæjarfulltrúar skiptu nefndarsetu á milli sín, og ákváðu þeir þá einhliða hvort og í hvaða nefndum þær skyldu sitja næstu fjögur árin.

Missti stjórn á sér

Málfríður hafi þá sent tölvupóst og spurst út í þessa hunsun. Brynjólfur hafi þá sent tölvupóst með yfirskriftinni „Hjálp!“ en sá póstur hafi augljóslega ekki átt að fara á þær því þar talaði hann illa um þær og sagðist vera orðinn fastur í ormagryfju með þeim.

Þá sagði hún að áreiti af hálfu Brynjólfs með tölvupóstum hafi verið mikið og frá því í vor hafi hún fengið yfir 250 tölvupósta frá honum. Staðan hafi verið orðin sú að hún var orðin kvíðin fyrir því að opna tölvupóstinn sinn.

Þá sagðist Málfríður hafa yfirgefið síðasta fund fulltrúanna grátandi eftir að Jón hafi misst stjórn á skapi sínu og veist að húsgögnum.

Konurnar segjast þakklátar Ingu Sæland formanni og Guðmundi Inga varaformanni. Þær segjast gjarnan vilja starfa áfram með flokknum að bæjarmálum á Akureyri en framtíðin eigi eftir að leiða í ljós hvernig það fer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Í gær

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“