fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Kertum fleytt til minningar fórnalamba kjarnorkuárása

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí og lagt um leið áherslu á kröfur sínar um veröld án kjarnorkuvopna. Á síðustu mánuðum hefur heimsbyggðin verið óþyrmilega minnt á þá ógn sem enn stafar af þessum skelfilegustu vopnum sem mannkynið hefur skapað. Blóðugar styrjaldir í Úkraínu og víðar eru áminning um að sjaldan hefur verið mikilvægara að fólk haldi á lofti málstað friðarstefnunnar.

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn og verður hún að þessu sinni haldin á Nagasakídaginn, þriðjudaginn 9. ágúst. Safnast verður saman á suðvesturbakkanum við Skothúsveg kl. 22:30. Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur og bókmenntafræðingur flytur stutt ávarp en fundarstjóri verður Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir. Að athöfn lokinni verður kertum fleytt á Tjörninni, en hægt verður að kaupa flotkerti á staðnum fyrir 500 krónur.

Kertafleytingar fara víðar fram en í Reykjavík, en sjaldan eða aldrei hefur verið fleytt á jafnmörgum stöðum. Á Ísafirði og Patreksfirði verða fleytingar á sama tíma og í Reykjavík, en á Akureyri hefst samkoman hálftíma fyrr. Á Egilsstöðum og í Seyðisfirði verða friðarsamkomurlaugardaginn 6. ágúst, á Hírósímadaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“